Að hjóla berrassaður í snjókomu

Ég kem úr hjólreiða og hlaupaheiminum og búinn að vera þar lengi. Kem síðan inn í sjósundheiminn á Íslandi síðastliðið vor. Var búinn að æfa töluvert þannig að eg var ekki byrjandi. Ég hef líka reynslu sem kafari. Eins og sjósund lítur út fyrir mér er að sjósundfólk er ekki einsleitur hópur með sömu markmið. Sjósundfólk er samnefnari fyrir nokkra ólíka hópa. Hóparnir eru eftirfarandi:

1) Fólk sem stundar sjóböð. Fyrir það fólk er sundið sjálft aukaatriði. Aðal málið hjá þeim er heilsugildi sjávarins. Söltin efla húðina og kuldinn herðir líkamann. Þessi tegund sundfólks hoppar útí sjóinn á veturnar og uppúr aftur nokkrum mínútum síðar. Síðan er það potturinn og duglegustu fara í sundlaug einhverstaðar til að synda.

2) Sundfólk sem vill synda og trúir á gildi kuldans. Að aðal markmið sundsins sé að þola kuldann. Sumir nota allskonar smyrsl til þess að klæða kuldann af sér og konur sundboli. Samt sem áður er kuldaþolið aðal atriðið. Vitanlega er ekki hægt að synda langt með þessarri aðferð enda eru þannig sund og keppnir oftast tiltölulega stutt.

3) Þeir sem vilja synda í sjónum án kuldavandamála. Fyrir þann hóp þá skiptir sjóböð eða kuldaþol ekki máli nema til þess að klæða af sér. Fyrir þennan hóp eru þessir þættir hindrandi fyrir sundið og er klætt af sér. Þegar kuldafaktorinn er farinn þá er hægt að synda mun lengri sund og fókusa á sundið sjálft en ekki aðra þætti.

 

Í öllum öðrum íþróttum klæðir íþróttafólk kuldann af sér. Ég sé til dæmis ekki neinn hjólreiðamann eða konu hjóla um höfuðborgina í vetrarveðrum á sundfötunum. Og ég hef aldrei séð neinn í nýárshlaupi IR á sundskýlunni. Þetta er kanski verkefni fyrir kuldatrúarfólk. Kanski að þarna sé markaður að koma kuldahollustunni í hlaup og hjól á veturna og sumrin. Varpa þessu fram sem hugmynd.

Ég er í hópi 3 og vill klæða allt af mér og einbeita mér að sundinu og myndi ekki detta í hug að hlaupa eða hjóla á íslandi í snjókomu á sundskýlunni. En það getur alveg verið að það sé hollt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Um skipulag sunds míns í kringum ísland

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sea Otter Swimming On Its Back 600
  • sund5
  • f
  • sund4
  • sund4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband