Plan B

Að synda í kringum ísland er flókið verkefni og gríðarlega margir þættir sem verða að smella saman til þess að sundið geti orðið að veruleyka. Líkamlega er ég tilbúinn í þetta verkefni. Ég hef reynslu í köfun sem eykur líkurnar á að ég geti klárað sundið. Ég bjó til nýja sundaðferð Otrasund til þess að nota í sundið. Tæknilega hliðin er hins vegar mjög flókin og erfið.Tæknilega hliðin sem snýr að fylgdarbátum og skipstjórum. Það er mjög erfitt að finna báta á íslandi í þetta verkefni og jafnvel ef ég finn bát þá er mjög erfitt að fá skipstjóra sem er tilbúinn í þetta. Til þess að leysa þennan hluta verkefnisins mun ég taka hliðarspor og um leið gera íslandssundið að alþjóðlegu verkefni. Þá er ég ekki bundinn við Íslenskan markað lengur með báta og skipstjóra. Verkefnið verður rekið af alþjóðlegum fyrirtækjum sem munu sjá um þennan þátt..Og planið er að ég taki 2 heimsmet á þessu sumri. Heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Og heimsmet í lengstu tvíþraut í heimi. Mun byrja á tilrauninni í Miami 1 febrúar næstkomandi og stefni á að klára 6649 km og ljúka tilrauninni í júlí. Síðan mun ég halda Íslandssundinu áfram eins og frá var horfið sumarið 2019.


Að æfa fyrir sund með því að hjóla.

Undanfarin ár hef ég einbeitt mér að hjóla og áður að labba og núna er ég að synda. Þannig að sundið kemur inn sem nýjung. Síðastliðið sumar var ég á Íslandi í 4 mánuði og synti mjög mikið aðallega í sjó. Góður tími og náði góðri tækni. Ég er þannig gerður að ég er líkari sel en stæltum íþróttamanni. Öll líkamleg kerfi eru innstillt í að erfiða í langan tíma án þess að þurfa að borða mikið. Þegar ég fór að synda minkaði brennslan mín enn meira en áður og ég fór að safna forða. Að vera með auka forða utaná sér er mjög gott í köldum sjó en er ekki í tísku og manni liður ekki vel á landi að hjóla eða labba með hann. Hjólið hjálpar mér mjög mikið að halda aukaforðanum í lagi. Þess vegna ætla ég að einbeita mér að hjólreiðum fram að apríl mai og fara þá yfir í sundæfingar. Þannig skipti ég árinu í 2 megin hluta. Hjólreiðar í 9 til 10 mánuði og sund í 2-3 mánuði. Þannig held ég forðanum utaná mér í eðlilegu ástandi.


Í sambandi við myndir af flóttanum

Á flóttanum sá ég mikla neyð fólks. Fólk á lélegum bílum og allt of mikið af fólki í þeim. Bíla sem bila og fólkið er í miklum vandræðum á kantinum að bíða eftir lögreglunni eða björgun. Bílar sem urðu bensínlausir á miðjum veginum vegna þess að eigandinn átti ekki pening fyrir bensíni eða að ökumaðurinn hefur farið of hratt og ekki passað uppá bensíneyðsluna. Margir af þeim sem tóku framhjá mér á 200 km hraða voru stopp vegna bensínleysis nokkur hundruð kílómetrum frá. Hverja einustu sekúndu er maður með augun og hugann við veginn og að keyra. Horfði ekki á símann minn fyrr en ég var kominn út úr flórída um 1000 km inn í ferðina. Notaði hann bara fyrir tilkynningar um hvar ég er og upplýsingar um traffík og bensín fyrir þá sem eru á eftir mér. Því að í svona þvögu þar sem milljónir bíla eru allir að fara í sömu átt eru vitleysingar innanum sem eru hættulegir öðrum. Sá marga fara framur á yfir 200 km hraða bara til þess að lenda í árekstri við einhvern og verða dreginn í burtu strax. Að vera slasaður í bíl í þessum aðstæðum er hræðilegt. Margir klukkutímar eftir hjálp. Enginn getur hjálpað og síðan ekkert víst að spítalinn sem þú ert sendur í muni sleppa við veðrið. Þess vegna á ég ekki neinar myndir. Ég slapp án óhappa og þakka það að ég var 100 % fókusaður á keysluna. Núna mun ég keyra frá Georgiu til Tennesssee. Það er ekki eins mikið stress. Það verður aungþveiti en nóg af bensíni og ég er úr hættu af veðri. Þetta er mun þægilegri ferð sem eftir er.


Fl'ottinn undan fellibylnum Irma.

Ekki tengt sundi.Ég  á heima í Miami. Þegar spáin fór að stefna  í að fellibylurinn Irma færi yfir Maimi þá fór ég að gera ráðstafanir um að fara í burtu.Setti  allt í gang Pakkaði öllu saman. Og keyrði af stað norður. Stefnan var tekin á Tennessee. Síðaustu 2 sólarhringar hafa verið snarbilaðir. Þetta vr rosalegasta traffík sem sést hefur í heiminum Þegar margar milljónir manna fara á flótta á bílum sínum um sömu vegina. Umferðin gekk vel fyrir sig. Löggan ók bíla í árekstri strax út af veginum.Vega axlir og neyðarakbrautir voru gerðar að akbrautum. Risa oliuskip voru fyrir utan til að fylla á bensínstöðvar. Það var aðal vandamálið í ferðinni. Bensínst-ðvarnar voru oft tómar og gríðarlegar biðraðir við þær. Ég reyknaði út að keyra ekki of hratt til að spara eldsneyti. Þannig komst ég alla leið út úr flórída og í georgiu . Er núna í norður Georgiu og er á leið út. Það er ekki mikil umferð hér.


Að hjóla berrassaður í snjókomu

Ég kem úr hjólreiða og hlaupaheiminum og búinn að vera þar lengi. Kem síðan inn í sjósundheiminn á Íslandi síðastliðið vor. Var búinn að æfa töluvert þannig að eg var ekki byrjandi. Ég hef líka reynslu sem kafari. Eins og sjósund lítur út fyrir mér er að sjósundfólk er ekki einsleitur hópur með sömu markmið. Sjósundfólk er samnefnari fyrir nokkra ólíka hópa. Hóparnir eru eftirfarandi:

1) Fólk sem stundar sjóböð. Fyrir það fólk er sundið sjálft aukaatriði. Aðal málið hjá þeim er heilsugildi sjávarins. Söltin efla húðina og kuldinn herðir líkamann. Þessi tegund sundfólks hoppar útí sjóinn á veturnar og uppúr aftur nokkrum mínútum síðar. Síðan er það potturinn og duglegustu fara í sundlaug einhverstaðar til að synda.

2) Sundfólk sem vill synda og trúir á gildi kuldans. Að aðal markmið sundsins sé að þola kuldann. Sumir nota allskonar smyrsl til þess að klæða kuldann af sér og konur sundboli. Samt sem áður er kuldaþolið aðal atriðið. Vitanlega er ekki hægt að synda langt með þessarri aðferð enda eru þannig sund og keppnir oftast tiltölulega stutt.

3) Þeir sem vilja synda í sjónum án kuldavandamála. Fyrir þann hóp þá skiptir sjóböð eða kuldaþol ekki máli nema til þess að klæða af sér. Fyrir þennan hóp eru þessir þættir hindrandi fyrir sundið og er klætt af sér. Þegar kuldafaktorinn er farinn þá er hægt að synda mun lengri sund og fókusa á sundið sjálft en ekki aðra þætti.

 

Í öllum öðrum íþróttum klæðir íþróttafólk kuldann af sér. Ég sé til dæmis ekki neinn hjólreiðamann eða konu hjóla um höfuðborgina í vetrarveðrum á sundfötunum. Og ég hef aldrei séð neinn í nýárshlaupi IR á sundskýlunni. Þetta er kanski verkefni fyrir kuldatrúarfólk. Kanski að þarna sé markaður að koma kuldahollustunni í hlaup og hjól á veturna og sumrin. Varpa þessu fram sem hugmynd.

Ég er í hópi 3 og vill klæða allt af mér og einbeita mér að sundinu og myndi ekki detta í hug að hlaupa eða hjóla á íslandi í snjókomu á sundskýlunni. En það getur alveg verið að það sé hollt. 


Sumarið 2018

 

Ég á í erfiðleykum með að þýða kortin mín yfir á html form sem notað er á blogginu. Mun finna út úr því þegar nær dregur en mun lýsa sundinu með orðum í bili.

Ég mun byrja á Stykkishólmi 1 júlí og synda að Flókalundi. Þetta er fyrsti áfangi sumarsins og er 52 km. Miðað við sundhraða minn er ég 5 daga að klára þennan legg. Hérna er listinn

Stykkishólmur - Flókalundur 52km 5 dagar

Patreksfjörður  3.47 km

Tálknafjörður 3.61

Bíldudalur 9.33 km Arnarfjörður

Þingeyri 2,28 km

Flateyri 2.28 km

Suðureyri 0.62 km

Ísafjörður  14.23 km

Alls 85 km. Erfitt að hafa planið mjög nákvæmt vegna veðurs en það má gera ráð fyrir því að þetta séu 12 -15 sjódagar. Ég kem með nákvæmari útfærslu þegar nær dregur. 

Það sem einkennir þessa leið eru straumar. Straumarnir á þessarri leið eru mjög sterkir og feykja mér út og suður. Þess vegna verður endanlega vegalengdartalan mun lengri en 85 km. Mun nær 150 km.Er að vinna í að reikna út strauma nákvæmlega með hjálp siglingamálastofnunar og sjómælinga Íslands.

Ég mun synda inní hverja höfn þannig að fólk getur tekið á móti mér á hverjum stað. Og stefni að því að hafa goða stemningu. Og auðvitað lokapartí a Ísafirði.

 


Sundstrategían

Þetta sumarið sem var það fyrsta synti ég frá Hafnarfirði og framhjá Reykjavík inn í Hvalfjörð. Út hann aftur og framhjá Akranesi og að Borgarfirði. Byrjaði á Mýrunum en það voru ekki nema 2 km. Síðan synti ég frá Rifi á Snæfellsnesi og að Bjarnarhöfn. Sumarið fór aðallega í að prófa allskonar hluti og læra. Eftir sumarið er ég kominn með það góða yfirsýn yfir alla þætti verkefnisins að ég get skipulagt það með töluverðri nákvæmni. Næstu pistlar munu vera um sundleiðirnar næstu árin. Eitt sem ber að hafa í huga í upphafi er að þótt ferill íslandssundsins sé hringur þá syndi ég það ekki í samfelldum hring. Fyrstu 4 árin mun ég synda auðveldu hluta Íslands og skilja eftir helgidaga hér og þar sem ég mun á síðari stigum taka. Á 5 ári mun fyrsta helgidagaárið byrja. Helgidagar geta myndast af ýmsum ástæðum. Flóknir straumar. Langt í næstu höfn osfrv. Stefni á að vera búinn að klára alla helgidaga á 6 árinu. Og taka á 7. ári allt suðurlandið frá Höfn í Hornafirði og á Þorlákshöfn sem er langerfiðasti hluti sundsins og flóknasti líka. 


Lýsing á Otrasundi

Otrasund er þróun útfrá baksundi þar sem ég tek hefðbundna fótastyrktaræfingu fyrir baksund og framlengi hana þannig að hún verður ekki æfing lengur heldur sjálfstætt sund. Það er hægt að synda otrasund bæði með og án hjálpartækja. Berrassaður líka. Svipað var með flugsundið sem þróaðist út frá bringusundi frá æfingu til að styrkja bringusundsfólk yfir sjálfstætt sund. Lengi var flugsund og bringusund sagt sama sundið en aðskilið 1952.Otrasund er hægari aðferð en baksund en það sem hún hefur umfram baksund er að hún er orkulega hagkvæmari. Verkefni vetrarins í sambandi við sundið er að þróa það meira og gera mælingar. Háskólinn  í Miami hefur áhuga á að rannsaka otrasundið í vetur. Gaman að því. Þá munu vísindamenn með allskonar tæki elta mig á röndum á æfingum.


Otrasund

Nafnið á sundaðferðinni sem ég nota í íslandssundinu er komin. Otrasund á íslensku. Á ensku Otter stroke. Þetta  hefur verið notað sem æfingaraðferð á sundæfingum þar sem er verið að æfa baksund. En engum hefur dottið í hug þar til núna að nota þessa aðferð til þess að synda langar vegalengdir. Otrar synda svona á bakinu líka. Andrés Magnússon og Fylkir sævarson komu með þessa hugmynd. Þetta er ný tegund af sundi. Núna má segja að það séu til 6 megin tegundir sunds

1) Baksund

2) Bringusund

3) Skriðsund

4) Flugsund

5) Marvaðasund

6) Otrasund.

 

Sea_Otter_Swimming_On_Its_Back_600


Meira um sundaðferðina.

Ég mun láta videó af mér synda svona sund en hér er video af sundmanni sem syndir svipað sund nema ég nota sundfit og er í blautgalla https://www.youtube.com/watch?v=EI-h3k0Ry8s

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Um skipulag sunds míns í kringum ísland

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sea Otter Swimming On Its Back 600
  • sund5
  • f
  • sund4
  • sund4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband