Tillögur að nafni á sundaðferðina

Komnar eru eftirfarandi tillögur

Rostungasund - Arnþór Ragnarsson

Jónssund - Arnþór Ragnarsson

Otrasund - Andrés Magnússon

 

 


sundaðferðin

Aðferðin sem ég nota í sundinu er lík baksundi. Af því að ég er í þykkum köfunargalla þá eru hreyfingar handa takmarkaðar. Og í raun fóta líka. Þannig að ég er eins og mörgæs. Þess vegna hef ég hendurnar meðfram hliðunum og nota sundfit til að koma mér áfram. Fótahreyfingin er upp og niður svipað og í venjulegu baksundi og skriðsundi. Á þennan hátt get ég synt í köldum sjó klukkutímum saman án þess að finna fyrir kulda. Hraði minn er oftast 3 km á klst. og 10 km sund á dag er venjulegt og tekur mig 4 tíma oftast. 

 

Þetta er í raun ný tegund af sundi. Í dag höfum við 5 megingerðir sunds

1) Skriðsund. 

2) Baksund

3) Bringusund

4) Flugsund

5) Marvaðasund.

Þetta er 6 tegundin af sundi.Venjulegu sundaðferðirnar eru mjög gamlar. Allavega 100 ára. Jafnvel eldri. Þannig að það er ekki á hverjum degi sem nýtt sund kemur fram. Auglýsi eftir nafni Á þessa sundtegund. Hún er eins og er nafnlaus.

sund5


Sundfit

Það eru 3 megin tegundir af sundfitum. 

1) Sundfit sem sökkva í sjó. Slík fit eru algeng meðal kafara því að þeir vilja vera með minni þyngd á blýbeltinu sínu og reyna þá að hafa annan búnað þungann. Kafarar eru ekki að spá í að fara hratt í yfirborðinu né niðri á botninum. Þaðal málið hjá þeim er að fara hægt og rólega um.

2) Sundfit sem eru neutral. Hvorki sökkva né fljota. Þannig fit valdi ég í sundinu. 

3)Sundfit sem fljóta. Þetta er vinælt meðal sundfólks.

Af reynslu þá valdi ég neutral fit. Ég var hraðari í þeim. Prófaði létt og þung og þau virkuðu ekki vel. 

Það eru síðan fullt af lengdum og breiddum. Fit af venjulegri köfunarlengd og breidd reyndust mér mjög vel. Fitin á myndinni eru fitin sem ég notaði í sumar og reynast gríðarlega vel.

Síðan eru til fit úr mörgum efnasamsetningum.  . Þetta eru fitin sem ég nota og hef prófað allskonar gerðir og þetta var það sem virkaði. 

https://www.amazon.com/gp/product/B001N4K3LS/ref=oh_aui_search_detailpage?ie=UTF8&psc=1
f


Gallafræði

sund4Í árþúsundir hefur kuldi sjávar skapað hættu fyrir sjómenn. Tugir þúsunda sjómanna hafa dáið úr kulda við það að falla í sjóinn. Allskonar tækni var notuð til þess að klæða af sér kuldann. Sjóstakkar voru þeir fyrstu og makaðir voru í feiti og síðar tjöru til þess að halda köldum sjónum frá sjómanninnum. uppúr 1970 varð bylting í köfun  frá gömlu kúluköfurunum eins og í Tinnabókunum og í sportkafara. Þessi bylting var í búnaði kafara sem olli því að fleiri gátu byrjað að kafa og köfun byrjaði að vera sport. Það sem fylgdi í kjölfar þessarar nýju tækni var að kafarar gátu verið lengur ofaní sjónum. Það kallaði á betri búninga til þess að klæða af sér kulda. Í dag eru tugir kafara að kafa allt árið á íslandi og í sjó sem er við 0 gráður og allt að 5 tíma í einu. Þeir geta gert þetta vegna þess að þeir eru í köfunargalla sem einangrar þá frá kulda sjávarins. 

Það eru aðallega 2 megingerðir af köfunargöllum blautgallar og þurrgallar. Blautbúningar eru byggðir eins og svampur með þúsundum smárra hola sem fyllast af sjó þegar farið er útí. Líkamshitinn hitar upp sjóinn í holunum næst húðinni og heldur þannig innsta laginu hlýju. Þurrgallar halda kafaranum þurrum og innanundirgalli notaður til þess að halda á honum hita. Blautbúningar eru til í mismunandi þykktum og þykktin segir til um hversu hlýr gallinn er. Oftast er ekki búið til þykkari galla en 7mm. Þeir eru til þykkri en þá verður að sérútbúa þá. Ég ákvað að nota 7mm blautgalla í sundinu. Þegar ég syndi í 9-12 gráðu heitum sjó í 7mm blautgalla þá þarf ég ekki að hugsa um kulda. Ég finn ekki fyrir honum. Eini vandinn við svona þykkan galla er að hann heftir hreyfingu mikið. Ég get nánast ekkert notað hendurnar. Og ég get bara hreyft lappirnar upp og niður. Þess vegna ákvað ég að synda með sundfit og á bakinu án þess að nota hendurnar. Þessi sundaðferð er ekki þekkt sem sundaðferð en hún hefur verið notuð í köfun í langan tíma. Þegar kafari syndir í yfirborðinu í land eða uppað bát þá syndir hann á bakinu og notar fit. Það eru til nokkrar gerðir af fitum. Skal fjalla um sundfit í næsta pistli


Hugmyndin að Íslandssundinu

sund5Upphafshugmyndin að Íslandssundinu kom þegar ég var að ganga strandveginn 2006. Þegar ég fór síðan að skoða hugmyndina betur fannst mér hugmyndin of flókin í framkvæmd mtt strauma og annarra þátta sem geta verið hættulegir. En langt sund var alltaf inni í myndinni. Ein hugmyndin sem ég fékk á þessum tíma var að nota golfstrauminn og synda frá íslandi til Murmansk í rússlandi. Sem betur fer gerði ég það ekki því að af reynslu sem ég hef núna er aðalvandinn við úthafssund einhæfni. Maður er að synda allt að 8 klst á dag í margar vikur og það er ekkert sem dreyfir huganum. Ekki einu sinni fuglar. Síðan leið tíminn og hugmyndin þroskaðist. Aðal atriðið í þessu sundi er að klæða af mér kuldann. Kuldinn hefur drepið tugi þúsunda sjómanna síðustu árhundruði. Ég er með reynslu sem kafari og þekki hvernig best er að nota köfunargalla sem eru sérhannaðir til þess að klæða af sér kulda í sjó. Ég ákvað þess vegna að nota köfunargalla. Ekki sundgalla. Má ekki rugla því sem ég er í við þríþrautagalla. Meira um gallafræði í næsta pistli. Myndin er tekin af mér af Pamelu Perez ljósmyndara þar sem ég er að synda inn Nauthólsvíkina á æfingu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Um skipulag sunds míns í kringum ísland

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sea Otter Swimming On Its Back 600
  • sund5
  • f
  • sund4
  • sund4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband